Og þannig stóðu þau í hring

Mánudagur

Hún nuddaði stírurnar úr augunum svo hún gæti opnað þau. Það versta við að eyða heilum sunnudegi grenjandi uppi í sófa var eiginlega að þurfa að fara á fætur daginn eftir með bólgin augu, bólgið nef, krumpuð í framan og stírur fyrir allan peninginn. Og mæta svo í vinnuna og brosa framan í fólk sem ekkert vissi og ekkert þurfti að vita. Á meðan vildi hún helst öskra á þau öll.

Hún gæti hringt sig inn veika. Hún gæti bara haldið áfram að sofa. Helst bara að eilífu jafnvel. Hún leit á símann og sá að hún var með snap frá bestu vinkonu sinni, hún og 5 ára guttinn hennar að gefa thumbs upp „þetta lagast. farðu í vinnuna. við elskum þig < 3“. Hvernig… já ókei.

Hún reif sig á fætur, setti tærnar að hluta til á ískalt gólfið og hluta til á skyrtuna sem hún hafði grenjað í kvöldið áður. Í köldum hörðum raunveruleikanum var hún eiginlega frekar hallærisleg þarna. Sunnudagurinn var eiginlega bara í móðu, einhverskonar hræðilegri rómantískri bíómyndamóðu. En núna var klukkan hálf átta á mánudegi, vinnan beið og skyrtan á gólfinu var til minningar um hvað hana langaði mikið að skafa úr sér hjartað með skeið. Það er ekkert dramatískt.

Sturtan hressti hana við, ísköld buna í andlitið slakaði á bólgunni. Hún tók ákvörðun um að vera sein og gefa sér tíma í að fela bauga helgarinnar á bakvið þykkt lag af hyljara og nota litríkan varalit til að fela það að hún væri ekki brosandi. Hún var eiginlega jafn mikið að ljúga að sjálfri sér eins og öðrum.

„Rosalega bissí í dag, held ég loki mig bara af sko!“, sagði hún glaðlynd við kaffivélarvinkonu sína. Það var auðvitað líka lygi, það var hvorki meira né minna að gera en venjulega.

Hún starði á skjáinn, klóraði í mottuna sem lyklaborðið hennar og músin lágu á og reyndi að einbeita sér að því að fara hvorki að skæla né opna alla samfélagsmiðlana til að athuga hvort hann væri nokkuð þar. Hún vissi að hún myndi bugast á endanum en því lengur sem hún héldi út því minna myndi hún hata sig. Hún gæti nýtt þá orku í að hata hann kannski bara, eða reyna að hata hann að minnsta kosti. Hún fann sig byrja að tárast. Fokk. Hún tók upp símann, opnaði snapchat og sendi mynd af sér með hundaeyru á vinkonu sína, „< 3“.

Þriðjudagur

Grátt grátt grátt úti en hún var í gulu úlpunni sinni. Stressuð og spennt og hrædd og glöð á leiðinni í fyrsta skiptið í nýju flottu vinnuna. Hún hafði sérstaklega keypt einhvern agalega flottan, aðþrengdan gráan kjól, var með kaffi í endurnýtanlegu kaffimáli, alltof stórt þykjustumerkjavöruveski fullt af allskonar engu til að láta það virðast að minnsta kosti smá fullt. Það var búið að vera svo ótrúlega þungt yfir en í fjarlægð sá hún pínulítinn ljósbláan blett og ákvað að taka því sem merki. Þessi furðulega þunga tilfinning sem hafði legið yfir henni og eiginlega öllum öðrum núna í nokkrar vikur, og hafði bara ágerst, hlyti að fara að létta ef hún og þessi litli blái blettur fengju einhverju að ráða.

Sem betur fer hafði hún alltaf verið svo mikil Pollýanna að þetta náði eiginlega ekki að hafa of mikil áhrif á hana en meira að segja hún hafði fundið fyrir breytingu. En í dag skyldi ekkert ná henni niður! Loksins var hún komin í starf þar sem henni leið eins og hún væri fullorðinn, hluti af samfélaginu, mikilvæg einhvernveginn. Þar sem hún gæti talað um tölur við plastvatnskælinn og kvartað undan einhverjum pirrandi yfirmanni (aðallega til að vera með, hún lagði ekki í vana sinn að kvarta undan fólki) og hittast í bjór á föstudögum, ennþá í jakkafötunum og drögtunum.

Þegar hún nálgaðist byrjaði stressið að ná yfirhöndinni. Hvað ef þetta voru mistök? Hún var ekkert hæf í þetta starf! Hvað ætli tæki þau langan tíma að átta sig á því? Shit var þessi kjóll kannski of mikið? Hún tók í kaldan hurðarhúninn og hristi hugsanirnar burt. Kjaftæði, hún myndi rokka þetta.

Konan sem tók á móti henni leit ekki út fyrir að vera í góðu skapi en var greinilega að reyna. Hún var samt með appelsínugulan varalit. Það virtist einhvernveginn úr skjön við nærveruna sem fylgdi henni. Hún hafði ekki verið svona í viðtalinu fyrir tveimur vikum, en kannski var þetta bara veðrið eins og hjá öllum.

Hún fékk ekki skrifstofu, bara bás, en einhvernveginn var það betra. Eins og í bandarískum sjónvarpsþætti, byrja neðst en ná á endanum hornskrifstofunni með frábæra útsýninu  yfir Faxaflóa með Esju á aðra hönd og Hörpu á hina. Kannski myndi hún eiga í eldheitu ástarsambandi sem myndi enda með hávaða en þau þyrftu að þykjast í vinnunni þar til það tæki sig aftur upp og á endanum myndu þau gifta sig og hlæja að þessu.

Kannski yrði yfirmaðurinn rekinn með látum eftir að hafa dregið að sér fé í mörg ár og það kæmist upp rétt í þann mund sem fyrirtækið væri að fara á hausinn en hann myndi geta skilað nóg til að halda þeim á floti. Kannski yrði hún sú sem fattaði það þegar hún sæi minnismiða sem hún ætti ekki að sjá.

Sem betur fer var ímyndunaraflið hennar yfirleitt talsvert virkara en raunveruleikinn, því þó allar þessar hugmyndir væru spennandi í hausnum á henni þá, því miður, vissi hún að þær yrðu það ekkert endilega í alvörunni. Að minnsta kosti ekki fjárdrátturinn.

Hún hafði aldrei áður verið í vinnu þar sem hún þurfti að vakna svona snemma og upp úr þrjú var hún orðin dauðþreytt. Hún fór fram að kaffivélinni þar sem konan með appelsínugula varalitinn stóð og nuddaði á sér gagnaugun á meðan hún beið eftir malandi vélinni.

„Langur dagur?!“, sagði hún hressilega og konunni brá, hún var greinilega djúpt sokkin í sínum eigin hugsunum. Hún gaf frá sér kurteisislegt fliss, muldraði eitthvað um veðrið og greip bollann sinn. Leit aldrei framan í hana en það var örugglega af því að hún var greinilega að berjast við tárin. Aumingja konan.

Á morgun kæmi annar dagur fyrir þær báðar, og vonandi yrði ljósblái bletturinn stærri þá, þó hann væri horfinn á bakvið grá skýin núna.

Miðvikudagur

„Mamma mamma mamma mamma sjáðu, sjáðu mamma, mamma sjáðu sjáðu, mamma MAMMA SJÁÐU M AMMA HEY MAMMA HEY SJÁÐU MAMMA“, hann var farinn að berja hana með einhverju legói sem hann hafði klaufalega sett vitlaust saman.

„Klukkan er nótt, farðu að SOFA“, urraði hún. Kannski helst til hvasst en áttu fimm ára börn ekki að sofa lengur en þau gerðu þegar þau voru ungbörn? Að minnsta kosti til sjö.

Hún opnaði annað augað og sá neðri vörina titra.

„Æi, sorrí, komdu. Komdu upp í. Það er ennþá nótt, ég skal skoða dótið á eftir. Við skulum sofa í einn klukkutíma í viðbót, manstu  hvað það eru margar mínútur?“, hún togaði í hann og hann klaufaðist undir sængina til hennar. Litli kroppurinn sem henni fannst eiginlega  vera orðinn alltof stór alltof hratt.

„Mamma þetta er svona geimskip sko, ha sjáðu“, hann otaði dótinu framan í hana, en hún var eiginlega sofnuð aftur.

„Kannski getur geimskipið bjargað okkur“, muldraði hann, „þegar allt er búið.“

Fimmtudagur

Að keyra sjöuna var eiginlega skást, lítill séns á seinkunnum og frekar vanafastir gestir. Stundum varð það samt nánast leiðinlegt og suma daga svo ótrúlega  rólegt að hann gleymdi sér næstum. Það var svoleiðis dagur núna. Hann hafði þessa vikuna geta haldið sér hressum enda hafði hann verið á öðrum leiðum en það hafði þykknað yfir aftur, ótrúlegt en satt. Honum fannst hann líða áfram í þoku, þoku í hausnum á sér og sálinni. Ekki að hann hefði einhverja trú á sálum eða þannig, en það var eina leiðin til þess að útskýra þetta. Fréttirnar sögðu að þetta yrði svona áfram og einhvern veginn var eins og sumarið kæmi örugglega aldrei aftur. Það yrði grátt og svo myndu þau deyja.

Hann stoppaði fyrir tveimur unglingsstelpum sem settust aftast og voru með hávaða. Hann vissi ekki hvernig var hægt að tala svona hátt í þessu ástandi en kannski gátu hormónar brotið sér leið í gegnum þetta rugl. Yfirleitt myndu svona gelgjuöskur fara í taugarnar á honum en á einhvern hátt hjálpuðu þau, vöktu hann næstum því úr doðanum. En þær fengu ekki langt far og hann var aftur orðinn einn. Hvað var langt í að menntaskólinn sem hann keyrði framhjá myndi klárast? Að minnsta kosti tveir tímar í viðbót af nánast tómum vagni. Hann geispaði. Hann geispaði aftur og svo vonaði hann að hann myndi lenda á rauða ljósinu eftir smá sem var alltaf aðeins of lengi af því að þágæti hann kannski náð að teygja úr sér og geispa þessari tilfinningu burt.

Doði doði doði, þreyta þreyta þreyta. Hann dreymdi um rúmið sitt.

Allt í einu og án viðvörunar heyrðust hávær flaut, hann kipptist til og heyrði brothljóð fyrir utan. Samt náði hann ekki alveg að ranka við sér, það tók nokkrar sekúndur að átta sig. Átta sig á því að hann hafði keyrt aftan á fólksbíl sem var með svona heimskulegum óla priks límmiðum af fjölskyldu og hann vonaði bara að það væri í lagi með alla og að barnið á límmiðanum væri ekki með. Ef hann lokaði augunum og hallaði sér fram, þyrfti hann þá að díla við þetta?

Lögreglan kom, starfsmaður frá strætó kom, yfirmaðurinn hans kom, sjúkrabíll kom, honum blæddi en hann vissi varla af því.

Kannski fengist meiri hvíld í sjúkrahúsrúmi.

Föstudagur

„Gaur það er komin næstum vika, ÞÚ hættir með HENNI, þessi vika er búin að vera drull, við förum út og þú finnur þér eitthvað að klípa í, ekkert RUGL“, vinur hans kýldi hann í öxlina. Hann hafði rétt og rangt fyrir sér, það var bæði besta og versta lausnin að detta bara í það og reyna við nafnlausar stelpur á barnum og gleyma því hvernig þær litu út þegar hann læddist heim í morgunsárið. Hann vissi bara ekki ennþá hvort hann vildi vera… ekki með henni. Hann vissi ekki alveg almennilega af hverju hann slúttaði þessu, hvort það hafi verið rétt, en það er bara þannig sem þessi próses s virkar.

Ekki að það hefði skipt neinu þó hann hefði sagt nei, félagarnir mættu með bjór og sterkt, settu tónlist á og fóru í einhvern drykkjuleik sem enginn skildi þar til þeir væru nógu kenndir til að nenna að takast á við annað fólk sem var jafn kennt. Þeir voru ekki þeir einu sem töldu þetta bestu lausnina við lægðinni, það var eins  og allir hefðu drifið sig út og að ölið færi jafnvel verr í fólk en venjulega. Hann var næstum lentur í slag, og vissi ekki einu sinni hvort það var honum að kenna. Það var dólgur í honum, grafinn undir þessu öllu. Tilfinningarnar bærðust en hann náði þeim ekki fram og vildi það svo sem ekkert hvort sem er, tók bara undir þegar þeir tóku skot og börðu í barborðið og voru beðnir um að lækka í sér svo þeir færðu sig á eina klúbbinn sem þeir nenntu að dansa á. Þar sem bassinn var nógu þungur til að þagga niður í öllum hávaðanum.

Annað skot, fleiri drykkir, einhver  með ljóst hár sem brosti, færði sig nær og blikkaði gerviaugnhárunum í áttina að honum. Þegar þau höfðu lokið sér af inni á baði lét hún sig bara hverfa og hann fór aftur á dansgólfið með varalit út á kinn. Var hann núna kominn yfir fyrrverandi kærustuna, var það ekki eitthvað svona getur ekki komist yfir einhvern nema að komast undir einhvern? Ekki að hann hafi verið undir, hvorugt hafði lyst á að leggjast á baðherbergisgólfið svo þau stóðu bara. Telst það með?

Laugardagur

Það byrjaði að rigna og lyktin var skrítin.

Skyrtan lá óhreyfð á gólfinu, minnti á verkinn í hjartanu.

Vinnuvikan hafði verið löng og erfið og Pollýanna var sett í pásu yfir helgina.

Hún steig á legó listaverkið og blótaði. Hann grét og öskraði því hún eyðilagði geimskipið.

Hann var útskrifaður en það hætti ekki að blæða. Hann vissi ekki einu sinni hvernig sárið hafði komið en það var ekki pláss til að leyfa honum að liggja inni svo hann þurfti að kaupa grisjur og sjá um þetta sjálfur.

Þynnkan var óbærileg og ælan sem fylgdi henni var súr.

Sunnudagur

Upp og niður Laugaveginn í móki að bíða eftir að hún sæi einhvern sem hún þekkti. Hún vildi ekki vera úti en hún var það samt. Það var kalt og rigningin var eins og illa lyktandi sturta. Hún hafði vaknað, séð helvítis skyrtuna á gólfinu og strunsað út. Það var bæði eins og það væri verið að ýta henni út en líka draga hana út. En þegar hún var komin út vissi hún ekki alveg hvert hún var að fara svo hún stikaði bara fram og til baka og reyndi að rekast ekki utan í fólk. Það voru ekki margir á ferð þegar hún kom út en það virtist aukast hratt, þrátt fyrir að það væri sunnudagsmorgun.

Upp og niður Laugaveginn og gula regnkápan var einhvernveginn bara algjörlega í stúf við öll vandamálin sem lágu í loftinu. Kaffið var búið heima og hún varð að kaupa meira kaffi, þreytan var óbærileg, þunginn var óbærilegur. Hún fór í Bónus, keypti kaffið en vildi samt ekki alveg fara heim. Hún vissi samt ekki af hverju. Kannski ætti hún bara að fara á kaffihús, láta einhvern annan sjá um að útbúa kaffið. Það var röð þegar hún kom sem lengdist bara. Ótrúlega mikið af fólki á ferð, á þessum tíma. Furðulegt. Þegar kom að henni gat hún ekki munað hvað það var sem hún pantaði venjulega svo hún pantaði bara kaffi og settist í eina lausa sætið við gluggann. Það var þögn inni á kaffihúsinu fyrir utan einstaka hóst og glamur í leirtaui. Hún sá konuna úr vinnunni stika fram hjá og stuttu seinna koma aftur í hina áttina. Hún virtist þreytt, eiginlega bara meira uppgefin. Eitthvað hafði orkan úr kaffinu gefið henni, því þegar hún sá konuna í fimmta skiptið ganga framhjá stökk hún út. Vissi samt ekki alveg af hverju.

„Hæ, hvernig hefðuru það?“

Upp og niður Laugaveginn dró hún strákinn í móki. Hann hafði ekki viljað fara út, hann vildi fá að byggja geimskipið upp á nýtt svo það gæti bjargað þeim á eftir. Hann hafði tuðað síðan að strætó lenti aftan á þeim að hann hefði getað bjargað þeim frá slysinu ef hann hefði verið með geimskipið. „Hættu þessari vitleysu, við erum að fara út“, sagði hún og klæddi hann snöktandi í regngallann.

Þau höfðu ekki slasast mikið í slysinu en hún vissi að strætóbílstjórinn hafði verið lagður inn. Hún reyndi að vera reið við hann, lögreglan og tryggingafélagið sögðu að hann hlyti að hafa dottað. Þetta var í það minnsta ekki henni að kenna.

Hún var þakklát fyrir hversu hægt hann labbaði, með sína stuttu fætur, því hún vissi eiginlega ekki alveg hvert hún var að fara eða af hverju hún fór með hann út. Hún stoppaði við dótabúð á Laugaveginum, kannski væri einfaldast að fara bara þangað svo hann hætti að væla. Þau fóru inn en hann var ennþá svo sár, leiður og niðurdreginn að í staðinn fyrir öskrandi gleðina sem fylgdi yfirleitt dótabúðum ráfaði hann bara að mjúka bókahorninu, klæddi sig úr og lagðist niður. „Mamma“, sagði hann mjóróma, „komdu. Þú verður að passa mig og ég verð að passa þig.“

Þau kúrðu dágóða stund og lásu bók og í eitt augnablik náði hún að sannfæra sig um að þunginn væri ekki jafn mikill. Hún keypti handa honum bók og þau fóru aftur út. Afgreiðslustelpan horfði á þau eins og hún og þau væru uppvakningar. Beint fyrir utan rakst hún á vinkonu sína og ókunna konu í svo gulum jakka að hún fékk ofbirtu í augun.

Upp og niður Laugaveginn í leit að apóteki. Hann vissi alveg hvar það var, samt gat hann ekki fundið það. Grisjurnar höfðu klárast hratt, það hætti bara ekki að blæða. Hann hafði hringt upp á sjúkrahús en það var ekki pláss. Smá blæðandi sár var ekki alvarlegt, sögðu þau, þó honum liði eins og honum myndi aldrei hætta að blæða. Kvöldið áður hafði yfirmaðurinn hans hringt og sagt að hann tæki veikindadaga þar til hann jafnaði sig eða þeir yrðu búnir, en eftir það yrði hann í launalausu leyfi á meðan rannsókn stóð yfir. Hann afsakaði sig auðmjúklega, sagðist skilja, lagði á, gróf höfuðið í lófunum á sér og grét. Hvað hafði eiginlega gerst? Hann gat eiginlega ekki munað það lengur.

Eftir að hafa farið upp og niður nokkrum sinnum rak hann loksins augun í apótekið. Hann var örugglega búinn að vera að ganga í tvo tíma. Það var að myndast örtröð á Laugaveginum, eins og allir hefðu ákveðið að fara út á sama tíma. Hann var ekki sá eini sem þurfti að fara í apótek og hann heyrði afgreiðslustrákinn segja að einhver gerð af verkjalyfjum, sem fékkst yfir borðið, væri búin. Já, líka í hinum útibúunum. Hann fékk síðustu grisjupakkana, hann ákvað að kaupa þessa tíu sem voru eftir til öryggis, fyrst allt virtist vera að klárast. Fjölskyldur með grátandi börn, biðjandi táningsstúlka og titrandi gamall maður urðu eftir í apótekinu þegar hann fór.

Beint fyrir utan, hinu megin við götuna, þegar hann kom út úr apótekinu sá hann þau. Konuna og strákinn sem hann hafði keyrt á. Þau stóðu með tveimur konum, önnur var í rosalega gulum jakka. Strákurinn leit upp á sama augnabliki, og á einhvern furðulegan máta náði hann næstum því að brosa um leið og hann veifaði til hans. Hann veifaði og veifaði þar til að mamma hans leit líka upp, en henni var ekki jafn skemmt. Í augnablik, sem leið eins og eilíf, horfðust þau í augu. Á endanum neyddi hann sig til að ganga yfir til þeirra, hann varð að fá að biðjast afsökunar.

„Fyrirgefðu“, var það eina sem hann náði að segja. Allt annað festist í hálsinum á honum og hann fann fyrir hjartslætti í sárinu, nú blæddi það enn meir. Strákurinn tók utan um fótlegginn á honum.

„Þetta var ekki þér að kenna“, sagði hann.

Upp og niður Laugaveginn neyddi hann sig áfram. Hvernig var hann ennþá þunnur frá því á föstudaginn? Eftir þrjár ferðir fram og til baka hljóp hann á bakvið hús og ældi. Flott týpa, tveggja daga æluþunnur á bakvið hönnunarbúð í miðbæ Reykjavíkur. Sem betur fer var hann með tyggjó í vasanum, og meira að segja smá bréfsnifsi til að þurrka framan úr sér sletturnar sem náðu ekki á jörðina.

Hann hafði ætlað til hennar en þegar hann nálgaðist hliðargötuna hennar gat hann það ekki. Og sneri við. En þegar hann var kominn aftur efst hætti hann við að hætta við. Hann skyldi til hennar. Þunginn hlyti að vera þessu að kenna, hann hlaut að hafa gert mistök. Einhvernveginn gat hann ekki ímyndað sér að vera án hennar, en hann gat heldur ekki ímyndað sér að vera með henni. Hann vissi ekki lengur hvað var raunverulegt og hvað var satt, hann bara fór fram og til baka en stoppaði alltaf á horninu við götuna hennar og sneri við. Hann missti töluna á hversu oft hann fór upp og niður upp og niður, og hann hafði ekki hugmynd um klukkan hvað hann fór út. Rigningin var súr og illa lyktandi, það var kalt en sem betur fer enginn vindur. Það fór í taugarnar á honum að sjá konu í skærgulri kápu sitja við glugga á kaffihúsi, það var enginn tilgangur í að þykjast svoleiðis gleði. Það var enginn glaður lengur.

Hann varð að losna við þessa þynnkutilfinningu og brá á eina ráðið sem hann vissi, eftir að hafa gripið í tómt í apótekinu. Beint inn á næsta bar, þar sem hann neyddi ofan í sig bjór og skot. Þakkaði fyrir sig og fór beint á bakvið hús og ældi öllu upp. Honum hafði aldrei liðið eins og jafn miklum skít. Hann hafði sært konuna sem hann elskaði, dottið harkalega og sóðalega í það, og var núna ælandi á sunnudagsmorgni á bakvið hús. Hann settist skjálfandi niður á næsta bekk og nuddaði á sér gagnaugun. Hvað var næsta skref? Hann gat ekki farið til hennar svona. Hann greip í símann sinn, kannski gæti hann bara sent henni skilaboð og beðið hana að hitta sig þegar hann væri búinn að jafna sig. Síminn var dauður.

„Ég held að það sé eitthvað hræðilegt að gerast og ég vil að þú verðir með mér“, hann leit upp og sá hana, eins og engil í myrkrinu. Ekki langt frá stóð hópur af fólki og horfði á þau. Vinkonan, sonur hennar (sem hélt utan um fótinn á ókunnugum manni) og konan í gula jakkanum horfðu öll á þau.

Hún rétti fram höndina. Allt í einu vissi hann að hún hafði rétt fyrir sér. Eitthvað hræðilegt var að fara að gerast og hann vissi að það eina sem hann vildi var að vera með henni. Og eiginlega með þeim, þessum furðulega samsetta hóp.

Allt í kringum þau mynduðust hópar fólks, kunnugra og ókunnugra. Eitthvað dró fólk saman.

Rigningin færðist í aukanna, hún varð súrari og lyktaði enn verr. Allt í einu byrjaði strætóbílstjórinn að hlæja. Það var léttir yfir honum. Eitt af öðru fóru þau öll að hlæja, þurrkuðu hláturtárin, héldu um magann og gripu í hvert annað.

Og þannig stóðu þau í hring, þegar þokann, myrkrið og þunginn lagðist hægt yfir þau og kæfði þau. Þau þurftu bara hvort annað, það var ekkert annað eftir en að haldast í hendur, halda utan um hvort annað, og hlæja að því að svona endaði heimurinn.

Advertisements

Lífið fyrir utan gluggann

Hávært borhljóð ruddi sér leið inn í væran, draumlausan svefninn. Það gafst ekkert rúm til að stoppa við í millibilsástandinu; þegar ekkert er að en meðvitundin samt nógu mikið til staðar til þess að halda að lífið sé fullkomið. En lífið í 101 býður ekki upp á þessháttar munað. Nágranninn, einn af þeim hundrað sem bjó í óræðri fjarlægð, nógu langt frá til þess að hún vissi ekki hvar hann var en nógu stutt frá til þess að borhljóðið væri ærandi, byrjaði dag þrjúþúsundfimmhundruðsjötíuogsex (að henni fannst) í röð á þessari óvelkomnu vekjaraklukku. Hversu mikla steypu var hægt að brjóta upp? Var hann að reyna að rífa húsið niður til að byggja glerkubb en átti bara eitt verkfæri?

Þó svefninn hafi verið draumlaus þá var tilfinningin góð. Eitthvað hafði hugurinn verið að bauka á meðan hún svaf, eitthvað sem skildi eftir hlýja tilfinningu um allan líkamann. Hún kúrði sig ofan í sængina, neitaði að opna augun, og reyndi að kalla fram hvað það var sem gerði hana svona mjúka í sálinni, en það síðasta sem hún mundi voru fyrstu orðin í svefnhugleiðslunni sem hún þurfti til að geta fengið frið í nokkra tíma. Hvað gerðist í millitíðinni myndi hún aldrei vita.

Borhljóðið hætti. 3, 2, 1… kona á hælum gekk framhjá, byrsti sig í símann. Það var aldrei þögn í meira en nokkrar sekúndur, jafnvel þó hún byggi ekki einu sinni við Laugaveg eða Hverfisgötu. Að einhver á skrifstofunni skuli hafa vogað sér að koma svona fram við konuna í hælunum, hún var ekki sátt og ætlaði sko sannarlega með þetta lengra. Konan í hælunum stoppaði við endann á húsinu og kveikti sér í sígarettu og í gegnum fyrstu, nikótinfylltu innöndunina sór hún þess eið að fara aldrei aftur niður á þetta fífl á bakvið skrifborðið. Nú væri þetta búið.

Það besta og versta við svona símtöl var að fá aldrei að vita endann. Myndi þessi kona í hælunum og með rauða varalitinn í svörtu dragtinni (ímyndaði hún sér) standa við stóru orðin? Hvað var það sem fíflið gerði henni? Áður en hún vissi af var hún komin með söguna af stað í hausnum á sér; annað hvort þeirra var örugglega gift, líklega hann. Eða bæði. Hann elskaði hana örugglega meira en hún hann, konan í hælunum var bara að þessu til að skemmta sér. En hann hafði líklega meiri völd í fyrirtækinu og einhver ákvörðun hjá hákörlunum hafði komið illa við hana, hátt setta en samt lægra setta en hann. Hún yrði komin á hnéin áður en vinnudagurinn væri úti, því eftir allt launaði hann alltaf greiðann og þegar maður er jafn stressaður og konan í hælunum þá er fátt betra en að gleyma eitt augnablik að veröldin snýst ekki í kringum leynilegt ástarsamband á skrifstofu.

Fjórir menntaskólakrakkar stöðvuðu bílinn sinn beint fyrir utan, rúlluðu niður rúðunum og reyktu. Enginn þeirra nennti í tíma, enginn hafði lært fyrir prófið, allir ætluðu að reyna að komast inn á einhvern skemmtistað á fölsuðum skilríkjum, blindfokkingblekuð, í kvöld. Já alveg rétt, það var föstudagur. Var ekki eitthvað á planinu í dag? Unglingarnir notuðu orð sem hún skildi ekki en hún náði samhenginu. Einhver stelpa sem ein þeirra þekkti hafði farið í sleik við einhvern strák sem önnur þeirra var skotin í á einhverju balli í öðrum skóla, og strákurinn í framsætinu var að reyna að sannfæra þær báðar um að þessi gaur væri algjört fífl. Ó elsku menntaskólaár. Hún hló næstum upphátt þegar ein stelpan hnussaði að hún hlakkaði til að losna úr þessu barnalega menntaskóladeitlífi og verða fullorðin. Elsku barn, það breytist ekkert.

Þögn. Lengri en venjulega. Bæði kostur og galli, friðurinn er góður og að vera laus við borhljóðið (hann hefur farið inn til að laga sér kaffi til að fá orku til að halda áfram hægu niðurrifi geðheilsu hennar) var kærkomið. En með þögn kemur meira rúm til að muna. Hún reyndi að einbeita sér að því að hafa augun lokuð, ekki alveg tilbúin í dagsbirtuna og lífið og tilveruna. Ýta burtu dagskránni sem var framundan, eða frekar ekki dagskránni. Þetta var svona dagur þar sem ekkert var að, en samt var hún bara einhvernveginn að bíða eftir að hann myndi líða, eins og eiginlega flestir aðrir dagar. Hún var ekki beint óhamingjusöm, eiginlega bara alls ekki, en henni leiddist. Lífið var… venjulegt. Ekki ómerkilegt en ekkert svo merkilegt heldur. Óvænt þriggja daga helgi (svo hún gæti unnið fyrir vinkonu sína næstu helgi á meðan hún færi til útlanda með nýja kærastanum sínum að taka myndir af kokteilum og bjórum og nýja kærastanum og láta alla vita að enginn þyrfti að hafa áhyggjur af þeim og að lífið væri gott með þessum) en ekkert plan. Engin partí, ekkert ferðalag, engin vinna. Bara hversdagurinn.

Hún þakkaði fyrir flugvélina sem flaug örugglega aðeins of lágt beint fyrir ofan og hrissti timbrið í þakinu fyrir ofan hana. Hávaðinn drekkti hugsununum sem hún var ekki tilbúin að taka á móti. Flugvélarnar voru reglubundnar, þó margir í þeim væru það ekki. Það góða og slæma var hversu fljótt drunurnar dóu út.

En vinur hennar með borinn var búinn með kaffið og kominn aftur út. Og hann var kominn með vin úr hinni áttinni sem var í bakgarðinum með keðjusög. Kannski ætti hún að fara að vinna í húsinu, smíða eitthvað, brjóta eitthvað, standa í bakgarðinum í skítugum fötum með vinnuhanska, mold í andlitinu og sveittann topp og vinna að einhverju sem hefði tilgang þar til það var búið en myndi svo standa í stofunni um ókomna tíð, aðeins valtara en það þyrfti að vera enda var hún enginn smiður.

Keðjusögin söng í stuttum hvellum. Kona gekk fram hjá með kerru og öskrandi barn, hún reyndi að róa það með ussi og sussi og spurningum um hvað þau ættu að gera eftir leikskólann og æi gerðu það róaðu þig. Löng vinnuvika fyrir aumingja barnið og einn dagur eftir fyrir helgarfrí, sem er svo rómantísk hugmynd en þýddi fjörtíuogátta tíma af því að skemmta barninu. Biturðin skein kannski í gegnum þessa hugsun hjá henni, helgin yrði örugglega skemmtileg hjá þeim tveimur í náttfatapartí fyrir hádegi með ávexti í bolla og seríos á gólfinu.

Lífið fyrir utan gluggann gekk alltaf sinn vanagang. Allt var samt við sig, framkvæmdirnar, unglingarnir, konan í hælunum.

Hún opnaði augun og leit í áttina að glugganum. Sólin hafði fundið einu litlu rifuna á lélegu pappírsgardínunum hennar til þess að skína beint framan í hana. Hún sneri sér við og tók andköf. Úps. Já. Alveg rétt. Hún var víst ekki ein og minningin um svefnhugleiðsluna hafði verið frá því fyrir nokkrum kvöldum. Gerðist þetta ekki bara í bíómyndum? Hún hafði oft velt fyrir sér hvernig fólk gat bara gleymt því að einhver væri í rúminu hjá þeim, en einhverstaðar var afneitunin greinilega sterk. Hún velti því fyrir sér hvort að ef hún myndi gera kaffi, það myndi hvetja hann til að vakna og fara eða hvort hann héldi að það væri boð um að hanga. Væri það samt það slæmt?

Reykingalykt lagði inn um gluggann. Hún var löngu hætt að kippa sér upp við það og taldi það bara hluta af því að búa þar sem hún bjó. Einhver saug upp í nefið. Haustkvefið eða grátur? Síminn hjá þeim hringdi en reykingarmanneskjan leyfði honum að hringja út.

Keðjusögin söng í stuttum hvellum og hún neyddi sig til að stara í flókann á hnakkanum á gestinum í rúminu, sambland af samfarahnakka og svefnhnakka. Hann var með síðara hár en hún, það kitlaði hana næstum því í framan þar sem hún lá og reyndi að snerta hann ekki. Hvort væri verra að hann svæfi áfram eða vaknaði? Hann myndi vakna á endanum, þau myndu spjalla vandræðalega saman þar til annað þeirra segði jæja og kæmi með misuppgerða afsökun til að halda áfram út í daginn án hvors annars. Hann hætti að anda í smá og tók svo andköf stuttu seinna og það fór um hann hrollur. Hún lokaði augunum hratt, eins og það væri verið að standa hana að verki við eitthvað sem hún mætti ekki gera. Hvort sem það var hún eða hann sem væri að standa hana að verki vissi hún ekki og hún færði einbeitinguna aftur út um gluggann. Konan… eða kona í hælum gekk framhjá. Líklega ekki sú sama. Í fjarska heyrði hún í skólabjöllu, sem gladdi hana því þá yrði smá erill og hún gæti annað hvort horfið inn í heim unglinga sem hötuðu latínu og elskuðu hvort annað í laumi eða vonað að það myndi vekja hann.

3, 2, 1… fokkings Díana hafði fokkað upp fokkings prófinu, fokk. Hvernig gekk þér? Sambland af reykingarlykt og sætum ávaxtailmi gervireykinga liðaðist inn um gluggann. Hún bjó nógu langt frá til þess að þau gætu reykt þarna en nógu stutt frá til þess að þau þyrftu ekki að hlaupa til að ná næsta tíma. Hún hafði sjálf oft reykt fyrir utan þennan glugga fyrir aðeins of mörgum árum síðan. Ætli Díana yrði sú næsta til að búa þarna, liggjandi með glóandi augljóst bil á milli sín og einhvers annars að hlusta á kynslóðir framtíðarinnar kvarta undan smáforritum sem var ekki einu sinni búið að finna upp?

Hann hóstaði og henni brá, og hún sneri sér aftur að glugganum. Sólargeislinn hafði færst svo hún var ekki blinduð. Hún sá óljósa skugga standa fyrir utan, hlæjandi að einhverjum heimskulegum brandara sem hún hafði misst af. Hann sneri sér líka við.

Og bauð góðan morgun. Hönd laumaðist yfir síðuna á henni og hann færði sig nær. Hvað varð um að fara bara strax um nóttina þegar gamanið var búið? Af hverju þurftu þeir alltaf að gista núorðið? Kannski hafði það eitthvað með aldurinn að gera. Hann var samt hlýr og mjúkur og þægilegur. Það var eiginlega það versta, það allra allra versta. Eiginlega ósjálfrátt færði hún sig nær á móti honum. Djöfullinn. Honum hafði ekki verið boðið í eitthvað kúr.

Eina lausnin var kaffi. Hún settist upp aðeins of hratt; kaffi?, greip verstu samsetningu af flíkum sem hún hefði getað teygt sig í og hvarf fram til að búa til kaffi. Lífið fyrir utan gluggann fjarlægðist en borinn og keðjusögin náðu að smjúga inn í öll herbergin. Á meðan kaffivélin malaði fór hún að stofuglugganum, sem var við hliðina á svefnherbergisglugganum hennar og leit út. Hún heyrði hann brasa í næsta herbergi við að finna spjarirnar sem höfðu flogið út um allt nóttina áður, hún vissi að hann yrði lengi að finna annan sokkinn sem hún vissi að hafði einhvernveginn náð að lenda á bakvið sjónvarpið og þau höfðu hlegið að því í örstutta stund áður en hann nálgaðist hana með blik í augunum sem var sambland af gini, gúrku og losta.

Hún leit yfir í garð keðjusagarans. Hún hafði oft horft þarna yfir en þrátt fyrir að hafa starað hafði hún aldrei séð. Í örvæntingafullri tilraun til að hundsa tilveru mannsins hinu megin við stofuvegginn hennar skoðaði hún girðingu nágrannans eins og hún væri áhugaverðasta girðing sem hafði nokkurntíma verið hent saman. Hún var fullkomlega amerísk, svona hvítmáluð, lítil viðargirðing sem var eiginlega mest bara skraut, því hundur nágrannans hefði auðveldlega getað hoppað yfir hana ef hann vildi. Hundurinn var á vappi í garðinum með einhverskonar kjötstykki í kjaftinum. Hún sá í rassinn á nágrannanum handan við aftara horn hússins, greinilega einbeittur að smíðaævintýrum sínum. Hún leit aftur á hundinn, kjötbitinn hans var mjög blóðugur. Hann hvarf eitt augnablik og sneri aftur með stærra, blóðugra kjötstykki. Hvað ætli þetta sé? Hvað var maðurinn að saga niður þarna í bakgarðinum, naut, hreindýr?

Hvað ætli konu nágrannans fyndist, var henni alveg sama svo lengi sem hún fengi kjöt á grillið? Hver sagar samt niður naut í bakgarðinum sínum á föstudagsmorgni í október? Hún reyndi að muna hvort hún vissi eitthvað um þetta fólk. Konan hans var eins og konan í hælunum, alltaf smart, alltaf fullkomin. Ekki eitt einasta hár var ekki vandlega sett niður nákvæmlega þar sem það átti að vera, það var ekki krumpa á einni einustu flík, ekki rykkorn, ekki einu sinni rigningardropi á skónum hennar sama hvernig viðraði. Það var eins og náttúruöflin reyndu að nálgast hana en elegant framkoma hennar burstaði þau burtu eins og ímynduðu flösuna sem löngu, vel snyrtu, fallega bleiku neglurnar hennar gerðu á öxl eiginmannsins þegar þau stóðu fyrir utan að bíða eftir taxa fyrir eitt af mörgum galakvöldum sem þau greinilega fóru á.

Allt í einu, aðeins of hratt, aðeins of mikið og aðeins of greinilega fókusaði hún á það sem hundurinn lá nú í framgarðinum og nagaði. Giftingarhringurinn var ennþá á fallegu bleiku nöglunum.

And the tubes have been tied. Part 3.

On January 23rd at 8 am, I walked into a clinic in Reykjavík, and two hours later I walked out with my tubes tied. I’m a single, childless woman in my late twenties.

Part 1Part 2
[Shorter Icelandic version is below]
I will also be making a part 4 sometime in the future addressing some of the criticism and comments I got along the way.

Today is Sunday and I’m on my 5th day of recovery. I want to tell you about the process from the start but before I do I want to put this disclaimer:
My experience is my experience. Should you have this surgery it could be completely different. It’s important to consult with your doctor and follow their instructions completely. I’m not going into details about what happens in the surgery as I don’t remember it detailed enough. Your doctor can explain it much better than me. In this blog I want to tell my story and about my first days of recovery. Now…

The night before I fell asleep quite late, which is not unusual for me. I was quite tired and groggy when I got to the clinic but excited. I signed a few documents, saying I understood the risks and that I was making this decision myself. Not long after I was given a bed. A nurse came by to give me a hospital gown and check when I had last eaten (as you have to fast from midnight). The anaesthetist came by as well as well as the surgeon. About 20 minutes after I was given the bed I was asked to come to the operating room where the anaesthetist put a needle in my arm. Everything went by so quick, he was grabbing things and tubes and put something in the needle, I felt a sharp weird but nice feeling in my head that I commented on and like that I was out.

27535649_10214556324599247_721180382_o
Fresh right after waking up

Waking up after anaesthetia is so weird! I remember being in the operating room and then all of a sudden I was wide awake back in the bed I had originally been in. I was a tiny bit groggy but I did feel I woke up quite nicely. A nurse came by and gave me water. I felt like I needed the toilet and she said I could go (but not lock the door) but that since my bladder had been emptied in the surgery nothing would happen. She was right, but there was a small blood clot that fell down.

The doctor came by and told me the surgery had went well. I had two band aids on, one over my belly button and one on the left side of my lower abdomen. He told me that I should leave it on for four days and that it was completely water proof. Not long after the nurse told me I could get dressed and leave!

I admit I was a little bit surprised, I thought that the “after care” would take longer but granted most of my research comes from other countries so the experience may vary.

I had read before that one of the side effects afterwards could be pains in the shoulder. This is due to the fact that they pump air into you to have more space to operate and then the air moves around the body in an attempt to get out. I wouldn’t say it’s painful but it’s uncomfortable and bit weird. I only got it in the right shoulder, for about a day.  Fair warning: there are a lot of farts as the air tries to make its way out.

I’m surprised at how little sore I felt, compared to what I had imagined. I felt mostly tired physically. Counting surgery day as day 1 of recovery I’d say the first three days I was quite tired and a bit sore, and did not feel like using my stomach muscles at all. So sitting up from lying down can be a bit of a task.

On day 4 (Friday, January 26th) I went back to my house in Reykjavík and had planned to go to a TV show viewing party downtown. I felt fine and looked fine, but I was there for about 3-3,5 hours and I was exhausted. As it was a viewing party for Rupauls Drag Race All Stars 3 and it was hosted by a fabolous drag queen there was a lot of cheering and clapping. It. was. exhausting.

I think the main thing that I’ve noted from this experience is how much energy it takes to heal. You may look fine and you may feel fine, but your body is working really hard to mend a huge wound that has been made. Most things I read was that recovery was 2-3 days or maybe 1-5 days but that it was easy. It’s definitely easy – but it’s also much harder than I expected. If you have this surgery – take time off and just rest. You may hear the phrase “take care of yourself” but in this case it means: do not do anything. Rest, take a nap and then rest some more. Give your body time. Take more naps. And then rest some more.

As to a bit more physical stuff, I was told not to go to the gym or have sex for at least a week, but as I’ve read 7-10 days, I will probably give it at least 10 days. If you’re a gym rat (which I am not), start slowly. Don’t go straight back to your normal routine and give yourself time to get there. The biggest risk with any surgery is internal bleeding and it can be hard to spot.

I took the band aids off yesterday as instructed. The cuts are about 1-2 cms (?). The one on my belly button is very well healed. The other scar was a bit more open so I bought “Steristrip” band aids to put over them as the help keep the skin closer together as it heals. In any case these won’t be big or noticeable scars for sure. Both scars have a bit of a bruise around them.

It’s been an experience for sure but once I came back home on Friday (after spending a few days at my mums house during recovery), I felt quite emotional. I felt like this was the first day of the rest of my life. I feel very right in my body now, I feel very free. My choice to be childfree is now somehow more validated in my head, as now there is no take backs. I honestly can’t find a better word than just feeling free. Free from some pressures about “changing my mind”.

So this is it. It’s done. I can now move forward in my life, child free and worry free.

Make your own decisions. Your life is yours, your body is yours. Choose to put yourself first, your needs, your wants and your life.Styttri íslensk útgáfa

Mig langaði að skrifa bara stuttlega á íslensku um aðgerðina af því að mér finnst ekki nóg af persónulegum upplýsingum á netinu á íslensku. Þetta er mín lífsreynsla og ef þú ert að íhuga þessa aðgerð – talaðu þá við lækni. Þín reynsla bæði af aðgerðinni og batanum gæti verið allt öðruvísi.

Ég fór í aðgerðina hjá Lækningu í Lágmúla eftir að hafa talað við kvensjúkdómalækninn minn þar. Biðtíminn var um 5 vikur fyrir mig frá því ég hringdi svo til að panta tímann. Þar skiptir líka máli hvar þú ert í tíðahringnum. Skurðlæknirinn sendi mér upplýsingar í tölvupósti um kviðholsspeglun (mér fannst svolítið vanta upplýsingar um ófrjósemisaðgerðina sjálfa í það skjal reyndar) sem og umsókn sem þarf að fylla út og koma með á aðgerðardag.

Ég kom um 8 leytið um morguninn, skrifaði undir nokkur skjöl (um að ég vissi áhætturnar og að ég væri að taka þessa ákvörðun sjálf) og fékk svo rúm. Hjúkrunarfræðingur, svæfingalæknir og skurðlæknirinn komu við til að útskýra aðeins aðgerðina og ekki löngu seinna var ég komin í gulan slopp og upp á borð í skurðstofunni! Svæfingalæknirinn setti nál í handlegginn á mér og áður en ég vissi af var hann búinn að setja lyfið í, ég fann furðulega tilfinningu í hausnum og næsta sem ég veit er að ég vaknaði í rúminu sem ég var í fyrst.

Ég fékk vatn og bað um að fara á klósettið en þar sem blaðran er tæmd í aðgerðinni þá gerir það nú lítið. Ég fékk samt að fara og ég held að tilfinningin sem ég hafi fundið hafi verið vegna smá blóðkögguls sem kom út þegar ég fór á klósettið.

Læknirinn kom við og lét mig vita að allt hefði gengið vel og að ég mætti fara! Ég var semsagt mætt klukkan 8 og farin klukkan 10.

Það helsta sem ég tók eftir næstu daga er þreyta. Ég er búin að vera frekar líkamlega þreytt. Ég er talsvert minna aum en ég hélt þó það sé vissulega til staðar. Margar hreyfingar varðandi að setjast upp eða skipta um stellingu í rúminu eða sófanum eru óþægilegar og erfiðar þar sem að það er óþægilegt að nota magavöðvana.

Það mikilvægasta er bara hvíla hvíla hvíla. Taka því rólega, leggja sig og hvíla sig og taka því svo meira rólega. Ekki fara í stórþrif eða lyfta eða hlaupa. Mér var sagt að ég mætti fara í ræktina eftir viku, en ég myndi þá ekki fara beint í eitthvað hardcore heldur bara byrja hægt. Sömuleiðis má ekki stunda kynlíf í viku (og ég er svo nojuð að ég myndi hafa það 10 daga minnst). Ég er samt enn nógu aum núna á degi 5 til þess að geta ekki ímyndað mér neinn hasar!

Þrátt fyrir að vera enn frekar þreytt á degi 5 þá er ég svo glöð og ánægð. Ferlið var auðvelt, aðgerðin var auðveld og fljótleg og bataferlið er í raun frekar stutt og auðvelt. Ég hlakka til að klára þetta ferli og halda áfram með líf mitt – barnlaus.

Do I hate children? Part 2.

January 23rd 2018, 39 days before my 28th birthday, I will get my tubes tied.

This is part two of my thoughts about choosing to be childfree. You can find part one here.

I’ve never been a huge fan of kids. Not even when I was a kid. This is definitely a part of the reason that I don’t want to have kids of my own. But I think I’ve also made it more dramatic than it is, as a defense mechanism when explaining to people why I don’t want kids.

I’ve never really been good with kids. I don’t know how to speak to them or play with them and I don’t understand them. I feel like generally kids don’t like me either, but I’m not surprised – it’s probably a vibe I give off. And I never had the urge to change that, consciously. It’s a mutual understanding between me and kids that we’re just fine without each other.

However, in the recent years this has started to change. There are a few kids I enjoy being around, mostly ones that are close to me through family or friends. I’ve started to learn how to speak to kids and how to play with them. This is a huge learning process for me but I’m very glad, because it really held me back for a long time. Being around kids made me anxious, I didn’t want to be doing something wrong, speaking to them in the wrong way or telling them things they weren’t equipped to hear. So I stayed away.

The reason I say it’s a defence mechanism is because I had times where I’d be around kids, holding them or playing with them, and I’d get a “see! You’ll learn to love kids and want to have one of your own one day!”. And it really scared me. Would I really change my mind? Was what I was feeling so wrong? Does what I am feeling make me somehow a worse person?

In reality, my conclusion was always that no – my feelings weren’t wrong, I wasn’t a worse person and I would not be changing my mind. But somehow playing with kids made other people gleefully go “I told you so!” when actually, nothing had changed. And so, I made sure to stay away from kids and to make it absolutely clear that not just did I dislike them – I hated them. It’s was just easier to brush conversations off with “oh no I hate kids”. I convinced myself of it and it now makes me sad. It makes me feel like I didn’t let myself explore the feeling of having fun playing with nieces and nephews knowing that it did not mean that I didn’t have to have kids myself.

As such, I am still very unequipped at dealing with children. Being asked to babysit terrifies me. I’ve worked in three kindergartens and a summer camp and having to deal with kids terrifies me to this day. I never got the chance to learn, because being constantly told that what I was feeling was wrong, made me more adamant in showing them. Proving to other people that I didn’t want kids.

I know that for some it may sound ridiculous. How can a grown woman not be around kids? It is very hard to explain to people that don’t feel this way. I absolutely don’t understand how people can not like dogs because I adore them. (please don’t take this as me comparing kids to dogs…). But joy that other people, some of my closest friends even, get from being around almost all children, almost all the time (their own, others and even strangers) is completely foreign to me.

Don’t get me wrong – I’m still not a huge fan of kids. I don’t think that will change. With this post I am not saying that I actually adore kids even though I don’t want them. That’s not the truth. The truth is that I am, mostly, very indifferent to kids. In general, I have no strong feelings, I still would rather want to stay away – except for a select few. And I don’t think that it is wrong of me to feel this way. But I also think it explains why I have a disconnection to wanting kids, because why would I want something I don’t even like?

Be sure to check back next week, as I will write about the surgery and recovery. January 23rd is coming up quick and I couldn’t be more excited.

I’m (almost) 28 and I’m getting my tubes tied. Part 1.

January 23rd 2018, 39 days before my 28th birthday, I will get my tubes tied.

I am a single, childless woman. I know this raises a lot of questions and I want to explain, both to educate but also to put my own thoughts in order.

Since I was a kid myself I never connected with this idea of motherhood. When I played with dolls, I was most often a single doll-mum and working. I remember playing dolls with a male friend of mine and making him be a stay-at-home-dad. I talked about the kids I would have because honestly, I didn’t know you were allowed to not want kids. My Barbie’s sometimes had kids, but usually they’d find a babysitter, so they could go do something else than be mothers.

Once I realized that it was a possibility I started talking about not wanting kids. I remember being a teenager and saying that I didn’t want kids and I remember people telling me then and into my early adulthood that I would change my mind. Not that I might change my mind, but that I would. I would meet the one and these feelings would start to come.

I was in a relationship for four years and we had serious talks about having children. In the end, this was probably the biggest deal breaker for me when the relationship ended, because I didn’t want children and he did. I realized that even when I thought I wanted children, at the end of the day… I just really, really didn’t!

There’s a huge gap in representation of women choosing to be childfree. Because when they do, there’s always speculation. Look at Oprah, Ellen Degeneres and Jennifer Aniston. Through the years there have been so many articles and gossip columns written about them not having kids. Jennifer Aniston was often viewed as having “lost” the break up with Brad Pitt because he ended up with children and she didn’t. I recommend reading this short essay she wrote about the matter. If these women wanted kids – they would have kids. They have the money to adopt or do IVF or use a surrogate as many rich A-listers do. But they don’t.

We are complete with or without a mate, with or without a child. We get to decide for ourselves what is beautiful when it comes to our bodies. That decision is ours and ours alone. (…) We don’t need to be married or mothers to be complete. We get to determine our own “happily ever after” for ourselves.” – Jennifer Aniston.

It took me a while to accept within myself that this was my truth. That I knew I will not change my mind. I’ve come to realize that it’s internalized prejudice that has stopped me so far, I’ve believed the voices that told me I would change my mind and that I would end up having kids. I believed that I was too young to understand, that I was just too stupid to see it. That one day I would wake up with an aching pain in my uterus, screaming and kicking for me to inhabit it with a child.

Maybe I will change my mind. And guess what – if I do, that’s okay! But I wholeheartedly believe, and have for the past almost 28 years, that I will not. To calm all of you – if I do change my mind I will be able to use IVF as both my uterus and my eggs will be intact. Yes, I know it’s expensive. But you know what else is expensive? Years and years of hormonal birth control and the occasional Plan B when others fail.

I’ve tried pills, the ring and even IUD. Since I was 14 (first for medical reasons) I have been more or less on hormonal birth control, and when I have not been I’ve felt so much better. They have either buried me in side effects (I guess having your sex drive completely die down is definitely a good way to not get pregnant…) or brought me a lot of pain (I’m looking at you self-dislodged IUD and 30 days of bleeding. Yeah, 30 days.). I like my body when I’m off these, I like my natural cycle. I experience cramps and heavy flows and I hate that, but I also feel very free when I’m off hormonal birth control, I feel very me and my body feels right. (Note: I don’t want the copper IUD as it’s known to increase cramps and flow and I’m quite fine in that department).

It’s very simple. I do not want children. I don’t want to be a mother. I don’t want to take birth control hormones. I want to not have to worry about it monthly (even when taking other precautions as a single woman should).

I’ve researched. I’ve read. I’ve written. I’ve talked to friends. I always end up at the same conclusion – I don’t want to have children. And I’ve even come to find that I don’t think I’d mind having a step-child, I just really don’t want to have children of my own. I don’t want to be pregnant, I don’t want to give birth, I don’t want to breast or bottle feed, I don’t want to have children of my own.

I am still very defensive, but rightfully so. I’ve been told over and over and over again that my feelings are not right, that they are not natural. It’s tiring and rude and unnecessary. That’s why I’m writing this now, because I want there to be voices telling other women that this is okay. That they are not alone.

We need to stop telling people how they feel and start listening to how they tell you they feel.

I’m not doing this lightly. I have given this more thought than I think anyone can imagine. And I always arrive at the same place. My ultimate destiny is not to have children. It’s not to be a mother. What it is, I don’t know. But I can’t wait to be that family friend that spoils my friend’s kids rotten, that cool aunt that they come to when it’s too embarrassing to talk to mum and dad. Because believe me, I don’t hate children (my feelings on this will be another post).

I’m more than open to discussing this, I’m more than open to answer questions. But I’m done with being told how to feel or how to be. I respect people that want to have kids and I ask for the same respect when it comes to my decision. Please don’t talk behind my back, please don’t think I’m stupid. Ask me if you want to know, but do so with an open mind and open heart. Listen to me and believe me.

2018

Since it’s almost a new year I thought I would try my luck at some resolutions. Some of them are more of a motto rather than an actual thing to check of a list, but I also know I can’t be putting too much pressure on myself. I don’t like the “lose x amount of weight, do x amount of work” kind of resolutions. Because if (/when…) you fail, the fall is so high you’re bound to get hurt and put unnecessary blame on yourself. So this is about starting a journey and hopefully being a few steps ahead at the same time next year.

Here are my hopes for 2018:

 1. Read.
  In 2017 I read a book. I honestly think I only read one book. That is absolutely terrible! In 2018 I will try to: read the whole Harry Potter series again. Read 10 books I have never read before. In total that is 17 books. More than one book a month, but less than two books a month. I need to re-learn to sit down and just read. Not get distracted by social media or Netflix.
 2. Put the phone down.
  It ties into the other point. Recently I turned off my notifications for Twitter and moved the app from the front page of my phone. I still check it religiously and I’m fine with that, but turning the notifications off helped me understand and appreciate that I don’t need to know everything right away. It’s been very calming. Putting the phone away and even on airplane mode while reading or cooking or cleaning my apartment will be good for me.
  I do also want to say that I absolutely love social media and I think it’s more a force of good than evil. It has connected me with some amazing people, people I call my best friends. But that’s not where the pressure comes from. It comes from within and it’s about thinking you need to perform to an audience, rather than the audience being there because you are you.
 3. Learn what I want, go after it, but don’t beat myself up if I don’t get it.
  Failing or getting denied is horrible. We tend to get defensive and we tend to blame it on who we are as people. Logically, I know that’s not right. Emotionally… maybe not so much. This ties into everything from dating to friendships to work to food to health to mental health. We’re prone to making promises like “I’ll start my diet on Monday!” and then hating ourselves when we don’t. Life style changes are about small steps, but we love short term pleasure. This may be the most important point. It also ties into the next point…
 4. Admitting, to me and others, when I have negative feelings about myself.
  As people, we are very good at beating ourselves up for our mistakes and failures. It’s understandable and it’s also almost logical. But the thing is, the lesson for me is, that being a human and living your life is a learning process. I’ve had such safe experiences for my whole life that I feel like I don’t know how to deal with failure. I’m very good at putting on a strong face and saying “whatever, it’s fine” when it’s not. The problem lies in the fact that either I will feel all of it when I’m on my own, beat myself up about it OR I will completely ignore it. I need to learn how to explore the feelings of failure and loss, without judging it. Allowing myself to feel it without judging myself. I feel like I have already started this journey and I feel like I’ve been doing pretty well with telling my closest people about how I feel, even when I feel like it reflects on me in a negative way.
  I need to learn that if people can’t/don’t want to see me, it’s not because it’s me – it’s because they themselves are in a situation where my presence is not wanted or needed. That does not reflect on me, it reflects on the current situation of their lives. I am still valuable.
 5. Seeking out being social.
  For the past few months especially I feel like I have barely met my friends at all! I know we are all busy and we have different work schedules and lives, but I don’t like this. I don’t like realizing on a Sunday that I’ve only met people at work. I have learnt that I need people more than I thought I did. It’s not about partying, it’s not about drinking. It’s not about making every social event a “thing”. It’s about human contact, about listening to others and sharing your own, it’s about being around love. I think one of the reasons it started to be a problem is because I, or even we as people often, put pressure on every social thing to be a… well… thing. A simple dinner at home is an event. I miss going to my friends house to do basically nothing and ending up on the sofa talking for hours without realizing it. I feel like I haven’t done that enough this year and I need to change it. I love being on my own, I love being by myself and I adore social contact through social media. But I don’t want to allow myself to miss out on meeting people.
 6. Leaving the house.
  I adore my apartment. I adore my bed, I adore my bath tub, I adore my sofa. I have a very hard time getting up in the morning and on days off I often make excuses that “I need to rest”. As much as that is true, resting is also about leaving the house. On days off from work, I know I need to go out more because otherwise I spend the day in bed waiting for my next work day and that only makes internal stress.
 7. Accepting my body.
  As much as I cheer for body positivity, I don’t always feel it. And it’s only recently that I learned that not only is that okay – it’s normal! Supporting body positivity is the first step. As a curvy lady, I’ve had body image problems since about 18 when I started gaining weight. I need to learn two things: that my worthiness as a human being is not how my body looks but also, that I can be beautiful and sexy in the body that I am in now. I can be and am desirable. No matter what we look like, there’s always going to be people that are attracted to us and there’s always going to be people that are not.

  bodyposi
  By: @maxine.sarah.art on Instagram. Go follow her, her art and her messages are amazing!

  It’s weird how we hold ourselves to completely different standards than we do others. I have looked at curvy and fat women and thought “well she’s more beautiful because she has better proportions”. I’m still learning that that is not necessarily right. I’ve learnt that “another person’s beauty does not mean the absence of your own”, or rather – I’m trying to learn that.
  I know this is a big thing for me to learn. There is a lot of things I don’t like or appreciate about my body, and often times it’s the parts that others like the most (#bigboobproblems).

 8. Re-accepting my personality.
  Here’s the thing. I am very open and very honest. I have a very hard time keeping my own secrets. But I have found myself going into a shell in the past year or so. I have found myself judging myself harshly for how I feel and am. I feel myself relying on and depending on other people’s opinion more than I used to. I have a few theories as to why that is, but that doesn’t matter. I need to re-learn to be proud. It’s basically the same thing as with body image – not everyone will like it and that is perfectly okay! I want to get stronger and more confident, I want to stand up to my opinions rather than trying to always make everyone happy when I don’t feel like it. My purpose is not to be everyone else’s cheerleader. My hope is that I am and can be a good person. I do think I am. But I also want to allow myself to be opinionated, to be strong and most of all – to be wrong without it being a big deal.
  My biggest step is accepting the parts of myself that are not “normally socially acceptable” or maybe out of the norm. One of those things I will soon make a blog post about as it is a very big life decision and can not be presented in a bulletin point (spoiler alert: I am getting my tubes tied.)
 9. Being honest.
  I have always been an honest person. I have a very hard time keeping secrets, even my own. But in 2018 I want to do so without the little voice telling me that I am too honest and too open. I want to do so with love. I want to stop being ashamed of it. I’m the type of person that probably puts too much information on social media. I want to learn to not be ashamed of it, because if people don’t want to see it, that is their choice. I can not restrain myself on my social media for the benefit of others. This doesn’t mean slapping harsh truths in people’s faces or making them uncomfortable, but rather putting a very clear boundary of who I am and what I am willing to share. And I am willing to share a lot.
  Being honest also means being honest with myself, and ties into accepting myself.

And lastly – the one thing I will not make into a bulletin point – learning food. Yes, learning food. My eating habits and my relationship with food is extremely unhealthy and I know that. However, at this point this is my biggest obstacle and I can not do it to myself to put pressure on this yet. I feel like this will follow the rest, but it’s better kept on the side line.

Most of these points boil down to one thing: acceptance.

Accepting myself and others, while not faulting us for it but also by learning from it. We aren’t set in stone, we are allowed to make mistakes, we are allowed to change but most importantly – we are allowed to experiment with who we are as people.

When I was 19 I got a really important letter. The last line said “I hope you will put yourself first”. Since then I have and I have both succeeded and failed. In 2018 I want to learn again what that means. Because putting yourself first doesn’t mean inherently being obnoxiously and negatively selfish. It means self-care and self-love which ultimately makes you a better person to know. In my opinion, it makes you a better friend and family member. People that truly put themselves first, know that prioritizing yourself means sometimes prioritizing others. The thing is, you do it without comprising yourself and your health. You do it out of good will and love. I want to be clear that I don’t agree with the phrase “if you can’t love yourself how are you going to love someone else” because I think that it’s not true. However I do think loving yourself first makes it easier for you to love and support others.

In 2018 I want to love myself so that I can love others better and so that others can better love me.

I want to practice self-love and self-care without the pressure.

I want to have fewer nights of doubting myself and more nights of celebrating myself.

I want to be happier than I was in 2017. And I hope you will be too.

Chasing happiness

Some days chasing happiness is harder than other days. That’s how I think about it a lot. But when I have time to think about it a bit more, I honestly think that we shouldn’t be chasing. We run after things so much, we’re never happy with what we have. Live in the moment and all that.

To me happiness is more good days than bad. It’s when awful weather doesn’t effect your mood. It’s when you embrace the sideways rain in your face. It’s when you do the small stuff at home and your mind isn’t racing. For me it’s not feeling anxious at every turn.

When I have a good day I don’t remember the bad and when I have a bad day I don’t remember the good. Like right now, I feel pretty good and I can’t recall the feeling of anxiety. The other day when I stayed at home in bed for a few days because I just couldn’t breathe, I couldn’t recall feeling like I do now.

I feel like I’m mostly happy. Or rather, content. I don’t really think I’m in the ideal situation that I want to be in. Very often I feel claustrophobic and locked in with my life. I don’t want to live where I live. I feel like I can’t chase happiness here. I think it’s partly restraints I have put on myself, I put pressure on the fact that I think I’ll be happier elsewhere. I think it’s partly that and partly the fact that society tells us to chase happiness. We’re not allowed to be happy with what we have.

I think that the pressure of achievement is what makes us unhappy. We always have to have a goal, even if the goal is “no goal”, and we put pressure on ourselves to not be happy until the goal is achieved. For many it’s long term relationships, babies, buying a house, all that jazz (though I wonder how many people would be happier not being constrained to that expectation). Society tells us to never be happy with what we have. It tells us that we can’t be happy with a “mediocre” life. We’re always asking “what next?”.

It reminds me of a conversation I had. This person knows I tried (and failed) moving to Copenhagen last year. He knows I love traveling and that I don’t like Iceland. But he made a fair point – will I be happy anywhere? If I move to Copenhagen and make a life there, will that be enough or will I forever want and need to wander to be happy? Is it the day to day reality that makes me “unhappy”? Will I constantly be looking for “what’s next?”.

I don’t think I can answer these questions, and honestly, I don’t think I should. I think it’s a very good question and definitely something to think about, but I think one of the problems is always wanting and needing to look far ahead. It’s the “what’s next?” again. Maybe nothing is next, or maybe I just don’t know. Or maybe I just don’t care either, because life will happen whether I worry about the future or not.

It’s the same feeling I got when I was in a relationship and people asked us where we thought we’d be in the next 5 or 10 years. I made a plan, in my mind. I made a plan so that I could answer these questions. But after I got out of the relationship and my plan changed completely in a matter of months, I felt much happier.

There was still pressure, and there still is. Just of a different kind. When in a relationship the question was always “When babies, when marriage, are you going to live in this apartment forever, what are you going to work as, how are you going to be the model grown up that we expect you to be”. Now it’s “when boyfriend”. It’s like I should be tied down to having a partner. It’s like society doesn’t believe I can be happy in the situation I’m in – a single woman. I should be chasing happiness in the form of love.

By all of this, I don’t mean we shouldn’t set ourselves goals or have wants or needs for the future. I just think we put too much pressure on it. And I think we put too much pressure on succeeding. We don’t allow ourselves to be happy. I know I do this a lot. I don’t allow myself to feel happy in my situation because I know it’s not my ideal situation. But that doesn’t mean I can’t and shouldn’t feel happy. I’m allowed.

Maybe all of this is me being naive. Maybe everyone else has already figured this out. I don’t know (I don’t think so, but it’s a part of my anxiety to worry about this).

Some days happiness is just sitting in a café, writing about happiness.

A café.

2016-06-29 09.59.08-5.jpgThe older women who still use the phone to call each other to set a date for the coffee date they have been meaning to have. They gossip about the old neighbourhood , that they used to live in, in their late 20’s, with the kids and the husbands that worked too much. They wear their knitted sweaters and take so long opening up their smartphones to add each other on “The Facebook” where they will most definitely write on each other’s walls later tonight, when their kids who don’t live with them have accepted a dinner offer next weekend and their husbands that work too much are asleep by the TV.

The kid in the yellow-green boots and his mum who, on their way home, decided to stop so that somehow, they could make the life disappear and have it only centre around this one sandwich and the jazzy music, rather than the problems that will face once they get home. The mum worries about the mess and if her marriage is failing and the kid worries about the girl he has a crush on and if he will be bullied tomorrow. But at least they could sit together and just, be.

The cousins that haven’t met in a long time but somehow both found themselves lonely at the same time and the universe just aligned that they had time to grab a hot chocolate and croissants. But somehow the conversation is just so easy and honest. “I’m thinking about going to a therapist myself” says the younger one after the older one described how easy it was to be able to talk to someone who didn’t know her whole life. “We need to do this more often” they say but wonder if the other means it.

The Tinder date that somehow is just so easy and the conversation just flows and they just agree so much with each other. But one is from here and the other is not but it doesn’t matter because what matters except this beer and this conversation, right here and right now? He put on a shirt but also a sports jumper, cause it’s a date but it’s not serious, right? And she put on a baggy sweater to hide what she doesn’t like, that is still open enough at the top to hint at the things she likes, or thinks he may like.

The dudes in the corner that laugh with their loud dude laugh but all just appreciate being able to spend time with their friends.

The couple in the corner that just want to relax and end up not really talking because they don’t need to. And maybe they don’t want to.

The staff behind the counter that are good at their jobs but can’t stop looking the clock just so they can get home so they can sleep and wake up tomorrow to come back to work.

And the loner, who sits on her computer and writes about the people around her because somehow, spending time with strangers that aren’t spending time with you, is less lonely than you can imagine.

My relationship with food: Why can’t I just eat normally?

When I was 14 I landed in the hospital due to a very heavy period that was never really explained. I had to get four bags of blood transferred into my body just to function. I was extremely thin and weighed next to nothing and the nurses asked my mum if she thought I might have some sort of eating disorder. She said I didn’t, and she was right, I didn’t.

I’ve never had a problem with food in a way that eating disorders are described. I don’t try to control my weight or looks with food and though I am often displeased with my body, I still try to love it as it is. This is and has never been an issue of controlling my looks or my weight. When I started writing this blog it was 9.30 pm. I had barely eaten (a banana and a few smarties) but I had taken out leftovers from the night before, not because I wanted to but because I knew I had to. It was the day Donald Trump had become president and I had been feeling a lot of stress, anxiety and fear all day. The food was delicious though.

I have a weird relationship with food. Let me explain.

Firstly, I don’t like cooking. I’m extremely bored by the action of preparing food and making food. I get so bored by it that sometimes I can’t even be bothered to toast a piece of bread, butter it and put a slice of cheese on it. That’s why a lot of the time if no one is cooking for me, I end up eating out or ordering in. A meal that comes to me ready. A lot of people say “Oh but it’s different if you’re making something fancy or cooking for other people” but to me it isn’t. I have had dinner parties; I’ve had a bunch of people over for Christmas where I had to get up at 8 am to start cooking for lunch. Yes, the feeling of having a feast and people complimenting you on the food is great. But not great enough that I want to do it again. Sometimes I will cook for people because I love them, and giving people food shows love. I’m not a great cook, obviously because I don’t have a lot of experience with it, but I do okay with what I know.

I realize this is a luxury problem and I’m being immature about it. I’m an adult, and sometimes adults have to do things they don’t want to. But why should I make something when I can order in or buy ready stuff?

Secondly, I’m an extremely picky eater. I’ve gotten better with age but when I was a kid I didn’t like a lot of food. I barely eat vegetables and it’s not been many years since I started trying sauces with meat. I don’t really know where it comes from. Some of it probably comes from imitating after my older brother, if he didn’t like something I didn’t like it either. When you’re 5, you kind of want to be like your cool 13-year-old brother. Like I said, I’ve gotten better with age. I can eat some vegetables now, though I rarely do, I love most sauces and I try to try most things. I’ve gotten to know that I do in fact like a lot of things I thought I hated. Part of this is also a gag reflex. I have a weird gag reflex. For the longest time I didn’t eat Skyr (thick yoghurt-y type of thing) because I couldn’t deal with how thick it was, it made me want to vomit. I like Skyr now but sometimes, at the last spoonfuls the feeling comes back and I have to stop. It’s like my body just rejects some food. And I get that people have gag reflexes for foods they don’t like, but it’s always been so many different foods for me and such heavy negative connections.

Thirdly, I also think that part of it is a sort of a control thing because ever since I was a kid I hated being told what to do. I hate being told what I might like or what I need to do. Yes, I realize it’s immature, but that’s the truth. If someone tells me “oh you’ll love this” my automatic system goes “You don’t get to tell me what I love!”. It’s very much a “I’m cleaning my room because IIIII want to, not because you told me MUM!” type of thing. I want to control myself, I don’t want to be controlled. Some might say “fiercely independent” (which sounds nice), others might go for a “extremely childish”. I think it’s a mix of both.

Because of these things, disliking cooking and being a picky eater along with the control issue, I’ve generally never eaten much. When I was 18 I had to do an essay on vitamins and the like, where I had to write down what I was eating for a week, analyse it and understand it. In the same semester I participated in a research where I also had to write down what I ate, and come in for a physical. In both cases I reported eating way too little, except when I was eating a lot of candy. I was having pretty much no food. It wasn’t on purpose, I just didn’t eat. I’d buy a sandwich at school and then possibly eat dinner. When I realized it, I lied on the reports. I made up eating more, because I knew I was supposed. In my head I’ve always been like this, I don’t know if that’s true though. But I’ll eat once before dinner usually, and a lot of the time that’s because I know I should eat, not because I want to. But more on that later.

Last but definitely not least, and probably most importantly, feelings. When I was around 18 I was in an unhappy relationship, and we lived less than a 10-minute walk from a 24-hour store with a big selection of sweets. At that point in my life, I ate when I was unhappy. After we broke up, I ate a lot of junk food. A lot of it. From 18 I had started gaining weight. But in the past year or so, it’s changed. I wonder if I was always like this but somehow always ate the junk food before because that’s what I thought you did. In the last year I’ve often gone to the store to buy junk food, and either bought much less than I expected or bought stuff and then didn’t want to eat it. But I did. In April I moved into a house which was further away from a store than previously. I was also writing my thesis for school and it was a very stressful time. It’s not that I never went to the store, and I did indeed often buy junk food that I then didn’t want. But I lost weight from the stress this time, and that’s the first time I remember losing weight dramatically enough to notice it. I do often crave junk food but that’s probably just because my body knows it has to eat. But I don’t want it anymore, I don’t have the appetite. I’ll order a pizza and hate it while I eat it. Junk food is still somehow the only thing I know how to eat. I know how to eat simple food, simple carbs. Candy is easy because it’s ready. Previously, I’d eat when I was unhappy, but now I don’t. And eating is already something I struggle with on good days.

I need routine, heavy routine, and even then I have problems. In the summer of 2015 I was working a 2-2-3 system and on the days I worked I was eating pretty well. I’d have a kale and berries smoothie for breakfast and some yoghurt. I’d drink enough water and take vitamins. I’d have a sandwich for lunch and an afternoon snack and then dinner. I felt great. I know I felt better. But when my work routine changed, so did my eating habits.

This summer when I was traveling I also barely ate. I’d have one big meal a day usually, and maybe some yoghurt. But I also didn’t eat a lot of sweets like I’m used to so I lost weight. Honestly the more I think about it, the more I realize I don’t even remember what I was eating. I remember eating a lot of croissants in train stations and I always tried to make sure I had enough snacks for long train rides. For some reason I’m always very careful to have a lot of snacks when I travel. Healthy and unhealthy snacks. After I came back I started eating sweets more and I’m sure I have put on weight (I don’t weigh myself and haven’t for many years. It’s not helpful). When I had just come back people around me commented that I had very obviously lost weight. It didn’t make me feel good because I couldn’t see it myself.

My relationship with food is a weird one. I eat way too little, for all the reasons mentioned above. I probably generally eat less than 1000 calories a day of actual food. Some days I make up the calories by sweets, but lately not as much. I just don’t want to. I eat food and junk food because I know I need to eat and because in some way I think that’s supposed to be a coping mechanism, but it just isn’t. It used to be for me, it used to somehow help but it doesn’t anymore. I try to use this chance to not eat unhealthy, but the main problem is – I’m not eating anything instead either.

I’m writing this post because I believe writing things and letting them go by posting them can help. Writing them out helps me get my thoughts in order and posting them helps me try to take responsibility or even just feel some support through people possibly reading it. I want to stress that my odd relationship with food has nothing to do with weight loss or controlling the way I look. I don’t starve myself on purpose or feel bad for eating. Maybe now that I’m posting this I’ll finally get into a routine, start eating like I’m supposed to. But most likely, I might do it for a few days and then fall back into the same habits. We’ll just have to see.

Home.

Home is where the heart is. Or home is where the rump rests, as Pumbaa so delicately put it.

Last night I got back to my home town of Akureyri. This is the town I grew up in. I’ve had a lot of different feelings for this town. When I was a teenager I often hated it and as soon as I graduated 10th grade I jumped at the chance to move to Reykjavík, at 16 years old. The big city. A lot of stuff happened there too and I moved back to Akureyri when I was 19.

Since then I’ve lived in London for 4 months, Reykjavík again for about 2-3 months but I’ve been here in Akureyri since late fall 2010. A lot of life happened for me since 2010. Going from 20 to 26 is a big life jump. I was in a relationship for four years, I owned an apartment for almost 3 years. I owned cars, I started university, I graduated university. I made new friends, a new family and moved around a bit within the town.

But at the end of my last semester at university, this spring, I was done. I had to get out. I love this town, I adore it. But I had to get out, my time was over for a bit. It’s not a huge town, it’s 18,500 people but it is the biggest town outside of the capital area in Iceland. School was stressful that semester and I craved more. I needed to travel.

Being a butterfly I wanted to move after I finished traveling. I planned on it. I originally planned on London, but ended up in Copenhagen, and for reasons I’m tired of getting into, it didn’t work out this time. So September 2nd, I came back to Iceland, 80 days after I left.

After leaving Reykjavík in 2009 I never really liked it that much. I don’t know why. It’s an okay city and all and probably fine and good to visit as a foreigner but I just… don’t feel it, there. It’s not me. But it’s the city, I have a lot of friends there, and to be honest I’m not sure I’m ready to go for small town feel right now. After only being in cities this summer, that’s what I want. I’m a big city person. So I’m looking for jobs mostly in Reykjavík (though there is a very interesting opportunity here in Akureyri that I applied for).

Anyway, history lesson done. What being here only one day made me think about is “what is home?”.

Traveling gave me so much. Traveling gave me new experiences, it introduced me to new people, new stories, new characters, new everything. And even wanting to settle down in Copenhagen would be an adventure of its own because there I would not only be living in a new city, I’d have much easier access to travel within Europe.

I love cities. I love being able to be so anonymous. I love people watching. I love being able to go to another neighbourhood and pass people who I might never pass again. I love meeting other travellers and people that have different stories from mine. Small towns will never be me.

If home is where the heart is, my home is Copenhagen. At least right now. That’s where I left my heart. I feel like that, I feel like I left my heart, my soul, in Copenhagen. It’s very dramatic, of course, but I’m a dramatic person.

At the same time, coming back to Akureyri Backpackers, the hostel I used to work in and made a lot of my friends here, it feels like home. Sitting here, writing this, in the corner by the window, that feels like home. A lot of last winter happened here and it was good. So I feel… content. I feel welcomed. Maybe Backpackers has always felt like such a safe haven to me because it’s a hostel – it has the travellers.

I feel like I have four different homes. And I don’t mean the physical address or the places I still call home because my parents live there.

My homes are:

Copenhagen – where my heart and soul are, wandering on their own.

London – where I felt relieved when I first ever landed there and felt like I belonged completely.

Akureyri – because this is my town. My home town. And it was good to me.

Traveling – traveling is a home. Hostel hopping, living in Backpackers, staying somewhere long enough that you give the bartender a look and they start making your drink. The weirdo that snores, the one that gets up early and is too loud and wakes you up. Shitty showers, good showers, using shower shoes because you don’t trust the floor of the shower. Public toilets. Starting to not care that you’re changing in front of strangers. Doing your make-up in small, hand held mirrors. New roommates every day. Crappy curtains. Trains. Trains where you reserve a seat, trains where you don’t and have to move around because other people did reserve a seat, trains with compartments, trains where you sit with one, or even three, strangers. Trains where you make friends for 8 hours between Ljubljana and Munich and now have no idea what their names are. Trains where you make the friends that you get drunk with on the 8-hour train and one of them plays a mouth harp. Trains where you have to share a compartment with 5 obnoxious Dutch teenagers. Train stations where you have changed three times already and know where to find a corner to sit in where you won’t be walked over. Train stations where seeing a McDonalds feels like your life is being saved. Bars where you make the best friends you never knew you were missing in your life.